Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2007 Matvælaráðuneytið

Skipun nefndar til að efla tengsl og miðlun upplýsinga milli allra sem vinna að þorskrannsóknum

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneyti

Skipun nefndar til að efla tengsl og miðlun upplýsinga milli allra sem vinna að þorskrannsóknum

 

 

Sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd til að styrkja tengsl og miðlun þekkingar milli allra þeirra sem vinna að þorskrannsóknum hér við land. Nefndin á að afla upplýsinga um núverandi samstarf rannsóknahópa og meta hvernig hægt er að efla það enn frekar. Þá á nefndin að taka saman yfirlit yfir rannsóknir sem nú er unnið að, benda á hvaða þekkingu skorti og hvar helst þurfi aukinna rannsókna við til að bæta skilning á þáttum sem hafa áhrif á viðkomu, nýliðun, vöxt og afrakstur þorsks við Ísland. Einnig er nefndinni ætlað að  skoða leiðir til að fjármagna þær þorskrannsóknir.

 

Nefndin skal skila áfangaskýrslu fyrir 15. apríl  2008 og lokaskýrslu fyrir 1. desember 2008.

 

Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands veitir nefndinni forystu. Með henni starfa Steingrímur Jónsson, prófessor, tilnefndur af Háskólanum á Akureyri, Björn Ævar Steinarsson tilnefndur af Hafrannsóknstofnuninni og Sigurjón Arason tilnefndur af Matvælarannsóknum Íslands ohf. (Matís).

 

 

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 22. nóvember 2007.

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta