Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýtt stafrænt og gagnvirkt námsefni kynnt á ráðstefnu í Kennaraháskóla Íslands

Nýtt stafrænt og gagnvirkt námsefni, sem unnið hefur verið fyrir styrki frá menntamálaráðuneyti og Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, verður kynnt á ráðstefnu í Kennaraháskóla Íslands föstudaginn 23. nóvember.

Nýtt stafrænt og gagnvirkt námsefni, sem unnið hefur verið fyrir styrki frá menntamálaráðuneyti og Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, verður kynnt á ráðstefnu í Kennaraháskóla Íslands föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30 í salnum Bratta.

Um er að ræða almennra kynningu á framlagi menntamálaráðuneytis og afurðum en síðan verða verkefnin sextán, í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku til nánari kynningar og umræðu í fjórum málstofum.

Dagskrá
13:30 - 13:35 Setning
13:35 - 13:45 Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
13:45 - 14:00 Stefán Jökulsson, lektor við KHÍ
14:00 - 14:15 Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri við Grunnskóla Vesturbyggðar
14:15 - 14:30 Valgerður Ósk Einarsdóttir, kennari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
14:30 - 14:45 Kaffi
14:45 - 16:05 Kynningar í málstofum
16:05 - Léttar veitingar í boði menntamálaráðuneytis

Skráning hér og í síma 563 3827. Ókeypis aðgangur.

Námsefnið er glænýtt og verður samkvæmt samningum aðgengilegt fyrir alla án endurgjalds i eitt ár. Því er ætlað að mæta þörf fyrir námsefni í áföngum sem færast milli skólastiga og auðvelda fyrstu skref við breytta námsskipan. Verkefnið hafði 62 milljónir frá menntamálaráðuneyti og Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið en þau verkefni sem hlutu styrki fengu frá 500.000 til 7.000.000 hvert.

Námsefnisgerð hefur verið í höndum fyrirtækja og stofnana sem eru ýmist búin að skila afurðinni eða að leggja lokahönd á verk sín.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta