Málþing um velferðarmál í vestnorrænu löndunum haldið 30. nóvember nk.
Fjallað verður um velferðarmál í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í Norræna húsinu föstudaginn 30. nóvember næstkomandi klukkan 13.00 til 16.15. Viðfangsefnin eru meðal annars vestnorræn velferð og norræna velferðarlíkanið, heilsa og velferð barna og staða kynjanna.
Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónlist frá Færeyjum og Grænlandi. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Dagskrá málþings (PDF, 15KB)