Rætt um stöðuna í öryggismálum sjómanna
Fundur um öryggismál sjómanna verður haldinn í Þorlákshöfn annað kvöld, fimmtudag 29. nóvember, klukkan 19. Er það annar fundurinn í röð funda um öryggismál sjómanna sem haldnir verða víða um land í vetur.
Á fundinum verða kynnt markmið og staða verkefnaáætlunar um öryggi sjófarenda, öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip, uplýsingakerfi um veður og sjólag, rætt um leit og björgun á sjó, öryggismál frá sjónarhóli útgerða og skipstjóri lýsir áherslum sínum varðandi öryggismál sjómanna.
Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig öryggismál sjómanna varða eru hvattir til að sitja fundinn sem haldinn verður í Grunnskóla Þorlákshafnar við Egilsbraut. Hefst hann kl. 19 og verður boðið uppá súpu og brauð.
Að fundinum standa samgönguráðuneyti, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla Íslands, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og Siglingastofnun.