Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fermingarfræðsla og skipulag skólastarfs

Í tilefni af þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um nýlegt bréf menntamálaráðuneytis um ferðir grunnskólanemenda í tengslum við fermingarfræðslu vill ráðuneytið taka fram að þar er áréttað að grunnskólum er ekki heimilt að skipuleggja slíkar ferðir á skólatíma.

Í tilefni af þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um nýlegt bréf menntamálaráðuneytis um ferðir grunnskólanemenda í tengslum við fermingarfræðslu vill ráðuneytið taka fram að þar er áréttað að grunnskólum er ekki heimilt að skipuleggja slíkar ferðir á skólatíma.

Í bréfinu er lýst þeim markmiðum aðalnámskrár að ekki sé gert ráð fyrir því að fram fari fermingarundirbúningur í grunnskóla í þeim kennslustundum sem ætlaðar eru til kennslu í skyldunámsgreinum.

Skal áréttað að samkvæmt 8. gr. grunnskólalaga er skólastjórum engu að síður heimilt að veita nemendum leyfi að ósk foreldra ef til þess liggja gildar ástæður. Óski foreldrar eftir því að börn þeirra fái leyfi úr grunnskóla vegna fermingarfræðslu er skólastjóra að sjálfsögðu heimilt að veita slíkt leyfi hér eftir sem hingað til.

Menntamálaráðuneyti leggur áherslu á gott samstarf skóla og kirkju um fermingarfræðslu og mun hafa samráð við Biskupsstofu, sveitarfélög og grunnskóla um hvernig fyrirkomulagi hennar verður best háttað.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta