Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menningarsamningur milli Færeyja, Grænlands og Íslands 2008 - 2010

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Jóvan á Lækjuni menntamálaráðherra Færeyja og Tommy Marö menntamálaráðherra Grænlands undirrita í dag samstarfssamning milli landanna um mennta-, menningar- og vísindamál.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Jóvan á Lækjuni menntamálaráðherra Færeyja og Tommy Marö menntamálaráðherra Grænlands undirrita í dag samstarfssamning milli landanna um mennta-, menningar- og vísindamál. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára og verður veittur stuðningur til verkefna á sviði handverks og hönnunar, til óformlegrar menntunar í sjálfbærri þróun og sumarnámskeiða á háskólastigi fyrir ungmenni til að kynnast menningu landanna.

Undirritunin fer fram í dag kl. 17, fimmtudaginn 29. nóvember, í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði og er fjölmiðlum velkomið að vera viðstaddir athöfnina.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta