Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2007 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa, einkum á skrifstofu alþjóðamála.

SÉRFRÆÐINGUR

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa, einkum á skrifstofu alþjóðamála.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Háskólapróf á sviði lög-, hag-, sjávarútvegs- og stjórnmálafræði eða skyldum greinum

·       Framhaldsmenntun er kostur

·       Reynsla og/eða þekking á sviði sjávarútvegs   er kostur

·       Reynsla og/eða þekking á alþjóðasamskiptum er kostur

·       Hæfni til greiningar á flóknum viðfangsefnum

·       Mjög góð enskukunnátta

·       Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

·       Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

·       Hæfni til sjálfstæðra og skipulagðra vinnubragða

 

Helstu verkefni snúa að málum er varða:

·       Svæðisbundna samninga um stjórn veiða úr deilistofnum

·       Tvíhliða fiskveiðisamninga

·       Haf- og þjóðréttarmál

·       Sjávarspendýr

·       Milliríkjasamstarf varðandi líffræðilegan fjölbreytileika

·       Hnattrænt samstarf á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.þ. (FAO)

 

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið.

 

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir ([email protected]) og Tómas Oddur Hrafnsson ([email protected]) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta