Alþjóðadagur fatlaðra
Þriðji desember er alþjóðadagur fatlaðra og er hans víða minnst í dag. Með deginum er ætlað að ýta undir þekkingu og skilning á málefnum einstaklinga með fötlun og að kalla fram stuðning og virðingu við réttindi, jafnræði og velferð einstaklinga með fötlun í samfélaginu.
Í grein félagsmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu í tilefni dagsins segir hún meðal annars:
„Stefnt er að því að Ísland verði meðal þeirra 20 þjóða sem fyrstar fullgilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra?“
Grein félagsmálaráðherra má lesa í heild sinni hér. (PDF, 27KB)