Hoppa yfir valmynd
3. desember 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Heimilt að veiða fleiri hreindýr á næsta ári en í ár

Hreindýr
Hreindýr

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1.333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins. Náttúrustofan annast vöktun á stærð stofnsins. Tillagan hefur einnig hlotið umfjöllun hreindýraráðs.

Heimildin er veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðitíma hreindýra á næsta ári sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. Veiðikvóti þessa árs var 1.137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1.129 dýr. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um úthlutun og sölu heimilda til veiða á hreindýrum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta