Kynning á niðurstöðum PISA 2006
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar til fundar þar sem kynntar verða niðurstöður PISA 2006 rannsóknarinnar.
Áhersla PISA 2006 var á náttúrufræði en einnig var könnuð færni nemenda í lestri og stærðfræði.
Alls tóku 57 ríki þátt í rannsókninni að þessu sinni. Á Íslandi tóku um 80% af öllum 15 ára nemendum þátt.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 4. desember kl. 11.15 í fundarsal menntamálaráðuneytis á 3. hæð.