Hoppa yfir valmynd
5. desember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ein heildstæð löggjöf um velferðarþjónustu sveitarfélaga

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ávarpaði fimmtudaginn 29. nóvember síðastliðinn fund Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu sem haldinn var í félagsmiðstöðinni Gjábakka í Kópavogi. Í ávarpinu gerði ráðherra grein fyrir væntanlegum flutningi málefna aldraðra frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um áramótin. Fram kom að meginmarkmiðið með breytingunum er að efla þjónustu við aldraða og lífeyrisþega, setja hana í forgang og gera hana markvissari og sýnilegri en verið hefur. Í ávarpinu lýsti ráðherra þeirri skoðun sinni að stefna eigi að því að sett verði ein heildstæð löggjöf um félagslega þjónustu eða velferðarþjónustu sveitarfélaga sem meðal annars taki bæði til aldraðra og fatlaðra.

Félagsmálaráðherra gerði að umtalsefni það sem nefnt hefur verið „Akureyrarmódelið“ sem felst í samræmdri félagsþjónustu og taldi athugandi hvort það megi taka upp í einstökum hverfum Reykjavíkur. Á þennan hátt verði byggð upp öldrunarþjónsta í hverfunum út frá kjörnum sem þar eru þegar fyrir hendi. Þannig verði boðið upp á sveigjanlega þjónustu sem taki mið af mismunandi þjónustuþörf hvers og eins.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra á fundi Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta