Erlendar tegundir, bölvun eða blessun?
Fimmta Stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmunar fróða um sjálfbæra þróun fer fram á föstudag og fjallar um áhættuna sem fylgir því þegar erlendar plöntur eða dýr er flutt inn til landsins.
Snorri Baldursson, forstöðumaður upplýsingadeildar
Náttúrufræðistofnunar Íslands, og Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri hjá Skógrækt ríkisins, munu flytja erindi. Að þeim loknum verða almennar umræður.
Stefnumótið hefst kl. 12:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins og stendur til kl. 13:00.