Þróunarbanki Evrópuráðsins velur Íslending í vísra manna ráð
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 133/2007
Bankaráð Þróunarbanka Evrópuráðsins valdi á aðalfundi sínum 29. nóvember sl. Jón Sigurðsson fv. ráðherra og fv.bankastjóra Norræna fjárfestingabankans í þriggja manna ráð reyndra einstaklinga úr banka- og fjármálalífi Evrópu sem gera mun úttekt á starfsemi bankans og tillögur til úrbóta.
Þrjátíu og níu af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins eiga hlut í bankanum og er Ísland meðal smæstu hluthafa. Fjölmargir voru tilefndir til starfans af aðildarríkjunum en hinir fulltrúarnir í ráðgjafanefndinni eru frá Spáni og Ungverjalandi. Meginhlutverk Þróunarbanka Evrópu er að styðja við uppbyggingu í fátækustu ríkjum álfunnar.