Hoppa yfir valmynd
7. desember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aðgerðaáætlun gegn mansali

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra um að gerð verði aðgerðaáætlun gegn mansali. Slík aðgerðaáætlun yrði fyrst sinnar tegundar hér á landi en meðal annars er talið þýðingarmikið að umfang mansals verði nánar rannsakað og lagðar til aðgerðir sem miða að forvörnum og fræðslu um þetta efni meðal almennings. Enn fremur er þýðingarmikið að þar sé að finna aðgerðir sem ætlað er að tryggja aðstoð við þolendur og vernd þeirra sem og aðgerðir sem miðast að því að gerendur verði sóttir til saka.

Félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa enn fremur komist að sameiginlegri niðurstöðu um að félagsmálaráðherra taki að sér að halda utan um mansalsmálefni í samráði við dómsmálaráðherra í ljósi þess að mörg þeirra verkefna sem vinna þarf að í tengslum við málaflokkinn falla aðallega undir málefnasvið félagsmálaráðuneytis eftir að unnið hefur verið að refsilagabreytingum undir forystu dómsmálaráðherra.

Ráðgert er að fela sérstökum samráðshópi gerð áætlunarinnar sem kemur til með að starfa á vegum félagsmálaráðherra með aðkomu meðal annars fulltrúa dómsmálaráðherra. Jafnframt verði ráðinn starfsmaður til þess að starfa tímabundið með samráðshópnum að verkefninu frá 1. janúar til 31. mars 2008. Áhersla verður lögð á samstarf við hagsmunaaðila og frjáls félagasamtök. Félagsmálaráðherra mun að því loknu skila ríkisstjórninni tillögum að aðgerðaáætlun gegn mansali í apríl næstkomandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta