Hoppa yfir valmynd
7. desember 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra ver andvirði jólakorta til góðgerðamála

F.v. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, María J. Gunnarsdóttir, formaður Alnæmisbarna, Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna, og Ingi Rafn Hauksson, formaður samtakanna.
Við afhendingu styrkja

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra afhenti í dag forsvarsmönnum Alnæmisbarna og Alnæmissamtakanna styrki, hvorn að andvirði 200.000 kr. Umhverfisráðherra ákvað að senda ekki út jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks en verja andvirði kortanna þess í stað til góðgerðamála.

Félagið Alnæmisbörn var stofnað árið 2004 til að styðja starf Candle Light Foundation í Kampala í Úganda. Candle Light Foundation var stofnað af Erlu Halldórsdóttur árið 2001 til að styðja ungar stúlkur sem orðið hafa fyrir barðinu á alnæmi. Það gerði hún með því að stofna kertagerð sem framleiðir kerti og skapaði þannig tekjur fyrir heimilislausar stúlkur. Smellið hér til að skoða heimasíðu Alnæmisbarna.

Alnæmissamtökin á Íslandi vinna að því að auka þekkingu og skilning á alnæmi og styðja sjúka og aðstandendur þeirra. Smellið hér til að skoða heimasíðu Alnæmissamtakanna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta