Embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands
Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Suðurlands rann út föstudaginn 7. desember sl. Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:
Eyjólfur Bragason, áfangastjóri,
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari,
Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari,
Þór Pálsson, áfangastjóri,
Þórunn Jóna Hauksdóttir, sviðsstjóri og
Örlygur Karlsson, framhaldsskólakennari.
Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. febrúar nk, að fenginni tillögu hluteigandi skólanefndar, skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996 og sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.