Hoppa yfir valmynd
17. desember 2007 Utanríkisráðuneytið

Grannríkjasamráð á sviði öryggis- og varnarmála

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 140/2007

Í dag, mánudaginn 17. desember, fór fram samsráðsfundur embættismanna Íslands og Bretlands um öryggis- og varnarmál. Fundurinn fór fram í Reykjavík og tóku þátt í honum af Íslands hálfu embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Frá Bretlandi sóttu fundinn fulltrúar utanríkis- og varnarmálaráðuneyta, auk sendiherra Bretlands á Íslandi. Fjallað var um sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og stöðu alþjóða öryggismála, auk mögulegra samstarfsverkefna ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála. Fundurinn var í senn jákvæður og gagnlegur og voru aðilar sammála um að halda annan slíkan að hálfu ári liðnu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta