Hoppa yfir valmynd
17. desember 2007 Innviðaráðuneytið

Útboð í lokaáfanga við Grímseyjarferju

Útboðsgögn fyrir síðustu verkefnin við nýja Grímseyjarferju hafa verið send fjórum skipasmíðastöðvum. Opna á tilboðin 4. janúar.

Grímseyjarferju reynslusiglt
Tilboð í lokafrágang Sæfara verða opnuð 4. janúar. Ljósm/Vegagerðin.

Grímseyjarferjunni Sæfara var reynslusiglt fyrir helgina og gekk siglingin vel. Fátt kom á óvart í siglingunni og næsti áfangi er að bjóða út síðustu verkþættina við ýmsan frágang. Fjórar stöðvar taka þátt í útboði: Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Slippurinn á Akureyri, Stálsmiðjan og Vélsmiðja Orms og Víglundar. Stöðvarnar skulu tilgreina upphæð og verktíma.

Hefja á verkið í síðasta lagi 15. janúar. Gera má ráð fyrir að Sæfari geti hafið siglingar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.


Grímseyjarferju reynslusiglt
Frá reynslusiglingu Grímseyjarferjunnar Sæfara í síðustu viku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta