Afhending trúnaðarbréfs
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, afhenti þann 21. nóvemeber 2007 Pohamba, forseta Namibíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Namibíu með aðsetur í Pretoríu. Sendiherra átti einnig fund með utanríkisráðherra um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, tvíhliða viðskiptasamninga og fleira. Jafnfram átti sendiherra fund með framkvæmdastjórn Tollabandalags Suður-Afríkjuríkja (Southern African Custom Union, SACU) vegna fullgildingar EFTA-SACU fríverslunarsamningsins og með menntamálaráðherra um ýmis verkefni á sviði menntamála sem ÞSSÍ vinnur. Íslendingar hafa stundað þróunarsamvinnu í Namibíu frá því landið varð sjálfstætt árið 1990 og í viðræðum sendiherra við ráðamenn kom fram afar jákvætt viðhorf til samstarfsins við Íslendinga, jafnt í Namibíu sem á alþjóðavettvangi.