Faghópur sérfræðinga um rannsókn á íslenska kúastofninum
Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fram fari á næstu sjö árum rannsókn á íslenska kúastofninum sem nái m.a. til eftirtalinna þátta:
1. Mögulegrar hámarksafurðasemi íslenskra kúa.
2. Fóðurþarfar íslenskra kúa miðað við hámarksafurðasemi.
3. Heilsufars og líftíma kúa við álag sem fylgir fullnýtingu afurðasemi.
4. Áhrifs framleiðslustýringar í mjólkurframleiðslunni á rekstur kúabúa borið saman við óhefta framleiðslu.
5. Annarra atriði sem varða ræktun og meðferð íslensku kýrinnar.
Skipaður var þann 2. maí 2001 sérstakur faghópur sérfræðinga til þess að móta áherslur og skipuleggja framangreinda rannsókn.
Þann 22. ágúst 2002 var ákveðið að útvíkka verkefni faghópsins þannig að hlutverk hans verði að móta áherslur, forgangsraða og leggja drög að hvers kyns verkefnum til eflingar ræktunarstarfi á íslenska kúastofninum.
Í faghópnum eru:-
Ágúst Sigurðsson, ráðunautur, Hellu
-
Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, Hvanneyri,
-
Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi, Bakka á Kjalarnesi
-
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
-
Gunnar Sverrisson, bóndi, Hrosshaga
-
Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur, Bændasamtökum Íslands
-
Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri, Möðruvöllum
-
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
-
Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri, Stóra-Ármóti