Fisksjúkdómanefnd
Fisksjúkdómanefnd starfar skv. 4. grein laga nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum.
Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. Framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Landbúnaðarstofnunar sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.
Landbúnaðarstofnun til ráðgjafar við framkvæmd laganna er fisksjúkdómanefnd. Landbúnaðarráðherra skipar fimm menn og jafnmarga til vara í fisksjúkdómanefnd eftir tilnefningum frá eftirtöldum aðilum: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun, Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Landbúnaðarstofnun skal hafa forgöngu um að stundaðar séu fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í lögum þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur.
Nefndina skipa:
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, formaður, varamaður Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, Landbúnaðarstofnun
Sigurður Helgason, deildarstjóri Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, varamaður Sigríður Guðmundsdóttir vísindamaður span>Veiðimálastjóri: Árni Ísaksson
Jónbjörn Pálsson fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun, varamaður Björn Björnsson fiskeldisfræðingur
Sigurður Guðjónsson framkvæmdastjóri, Veiðmálastofnun, varamaður Sigurður Már Einarsson deildarstjóri
Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri, varamaður Hrefna Gísladóttir lögfræðingur