Framkvæmdanefnd búvörusamninga
Nefndin starfar í samræmi við samning um framleiðslu sauðfjárafurða sem tók gildi 1. janúar 2008 og gildir til 31. desember 2013, samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar sem tók gildi 1. september 2005 og gildir til loka verðlagsársins 2012 og Aðlögunarsamning í garðyrkju sem gildir frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2011.
Nefndin er þannig skipuð:
Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður
Þórhallur Bjarnason, fulltrúi garðyrkjubænda
Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Sigurður Loftsson, formaður Landssamtaka kúabænda
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands situr fundi sem varamaður