Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Utanríkisráðuneytið

Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna harmar atvik í máli Erlu Óskar

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 141/2007

Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra barst í morgun bréf frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington vegna máls Erlu Óskar Arnardóttur Lilliendahl.

Með bréfinu bregst heimavarnaráðuneytið við athugasemdum utanríkisráðherra Íslands við þeirri niðurlægjandi meðferð er Erla Ósk sætti við komu sína til Bandaríkjanna 9. til 10. desember síðastliðinn.

Ráðuneyti heimavarnarmála, sem fer með landamæragæslu á flugvöllum í Bandaríkjunum, harmar í bréfinu atvik í máli Erlu Óskar. Ráðuneytið telur að rétt hefði verið að meðhöndla Erlu á annan og mildilegri hátt. Ráðuneytið segir einnig í bréfinu að m.a. af þessu tilefni verði bandarískar starfsreglur er varða komu erlendra farþega til Bandaríkjanna og um hald fólks sem bíður brottvísunar endurskoðaðar og úrbóta leitað.

Utanríkisráðherra metur mikils hversu vel sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hefur tekið á þessu máli.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta