Nefnd til að gera tillögur með hvaða hætti tryggt verði að við uppgjör aflahlutar sé ekki tekið tillit til kaupa á aflaheimildum
Hlutverk nefndarinnar er að skoða sérstaklega í þessu sambandi 2. tl. 1. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, ákv. laga nr. 13, 17. mars 1998, um Verðlaagsstofu skiptaverð og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og ákvæði 3. mgr. 15. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sem lúta að banni við flutningi aflaheimilda nema fyrir liggi samningur milli sjómann og útgerðar. Nefndin er skipuð þann 11. desember 2006 og skili af sér tillögum til ráðherra eigi síðar en 1. febrúar 2007.
Nefndarmenn:
- Árni Múli Jónasson, formaður
- Árni Bjarnason
- Helgi Laxdal
- Örn Pálsson
- Friðrik J. Arngrímsson
- Hólmgeir Jónsson
- Steinar I. Matthíasson