Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Nefnd um umsjón aðgerða vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar

Í áliti nefndar um bráðan rekstrarvarna loðdýraræktarinnar frá maí 2004, eru settar fram hugmyndir um aðgerðir til þess að verð á loðdýrafóðri hér á landi lækki og verði hliðstætt því sem gerist í samkeppnislöndunum.

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að beita sér fyrir því að á næstu fimm árum verði varið samtals 116 milljónum króna til slíkra aðgerða með hliðsjón af fyrrnefndu nefndaráliti og í samráði við búgreinina, þannig að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru nýtist sem best fyrir atvinnugreinina í heild.

Landbúnaðarráðherra skipaði nefnd þann 28. október 2004 til þess að hafa umsjón með þessu verkefni.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Hákon Sigurgrímsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, formaður,
  • Björn Halldórsson, bóndi Akri, Vopnafirði,
  • Katrín Sigurðardóttir, Mön, Gnúpverjahreppi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta