Starfshópur um eftirlit með búrekstri og tengdri starfsemi
Landbúnaðarráðherra hefur, að höfðu samráði við umhverfisráðuneyti, skipað starfshóp þann 14. október 2003, sem hefur það verkefni að leita leiða til þess að einfalda og samræma það eftirlit sem hafa þarf með búrekstri og tengdri starfsemi, með það að markmiði að eftirlitið verði eins skilvirkt og ódýrt og kostur er.
Í starfshópnum eru:
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur í landbúnaðarráðuneytinu, formaður,
Hermann Sveinbjörnsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneyti,
Stefán Einarsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun,
Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands,
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir.