Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Úttektarnefnd skv. ábúðarlögum

Samkvæmt 39. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 skal landbúnaðarráðherra skipa tvo úttektarmenn fyrir landið í heild til fjögurra ára í senn. Skipa skal annan úttektarmanninn samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands og hinn án tilnefningar.

Skipunartími er frá 1. október 2008 til 1. október 2012.

Úttektarmaður, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er Steinþór Tryggvason, Kýrholti, varamaður hans er Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli.

Fulltrúi Bændasamtaka Íslands er Guðmundur Lárusson bóndi á Stekkum og varamaður hans er Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá, Borgarfirði eystri.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta