Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Verkefnisstjórn til að auka nýtingu og verðmæti í silungsveiði á Íslandi

Landbúnaðarráðherra hefur skipað verkefnisstjórn þann 18. mars 2005, sem kanna á leiðir til að auka nýtingu og verðmæti í silungsveiði á Íslandi. Starf verkefnisstjórnarinnar skal miða að því að gera tillögur um átak til aukningar stangveiði á silungi. Markmið verkefnisins er að auka framboð á stangveiði og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun í sveitum landsins. Verkefnisstjórninni er ætlað að skila tillögum til ráðuneytisins varðandi framgang, áætlun og kostnað verkefnisins.

Fáist fjármagn til verkefnisins er gert ráð fyrir að verkefnisstjórnin hafi umsjón með framkvæmdinni.

Áætlað er að verkefnið gæti tekið a.m.k. 3 ár.

Verkefnisstjórnina skipa:

Magnús Ólafsson, Blönduósi, formaður, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga,

Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur, Borgarnesi, tilnefndur af Veiðimálastofnun,

Stefán Ólafsson bóndi, Litlu-Brekku, tilnefndur af Félagi ferðaþjónustubænda,

Eggert Skúli Jóhannesson, Selfossi, tilnefndur af Landssambandi stangveiðifélaga.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta