Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hækka um 1.000 milljónir króna
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka framlög til sveitarfélaga um rúmlega 1.000 milljónir króna fyrir árið 2007.
Heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga 2007
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lagði til að heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga ársins 2007, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 113/2003, hækki úr 3.700 m.kr. í 4.400 m.kr. eða sem nemur 700 m.kr. Tekið verður tillit til þeirrar hækkunar við uppgjör framlaganna sem fram fer fyrir jól.
Endanleg útgjaldajöfnunarframlög 2007 (PDF, 16KB)
Framlög til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti
Nefndin lagði jafnframt til hækkun á heildarúthlutun framlaga vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga í kjölfar breytinga á álagningarstofni fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar nr. 80/2001, með síðari breytingum. Framlögin hækka úr 2.194,6 m.kr. í 2.521,9 m.kr. eða um 327,3 m.kr. Greiðsla á uppgjöri framlaganna fór fram 18. desember.
Endanleg fasteignaskattsframlög 2007 (PDF, 13KB)
Tekjujöfnunarframlög 2007
Farið hefur fram endurskoðun á útreikningi tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2007, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 113/2003. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna 2006. Ráðgjafarnefndin lagði til að endanleg tekjujöfnunarframlög ársins næmu 1.268.170.270 kr. Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu nefndarinnar. Greiðsla á eftirstöðvum framlaganna að fjárhæð 310.573.211 kr. fór fram 18. desember.
Endanleg tekjujöfnunarframlög 2007 (PDF, 20KB)