Hoppa yfir valmynd
21. desember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýst eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Umsóknarfrestur er til 18. janúar 2008

Í menntamálaráðuneytinu er unnið að stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð og er stefnt að því að skólinn taki til starfa haustið 2009. Skólinn verður með höfuðstöðvar í Ólafsfirði og starfsemi hans miðuð við að mæta sem best þörfum íbúa í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð fyrir menntun á framhaldsskólastigi.

Vegna framangreinds auglýsir menntamálaráðuneytið eftir verkefnisstjóra sem ætlað er að vinna að undirbúningi að stofnun framhaldsskólans í samvinnu við stýrihóp sem menntamálaráðherra skipaði á árinu 2007.

Leitað er að framsýnum og dugmiklum einstaklingi sem hefur reynslu og haldgóða þekkingu á starfsemi framhaldsskóla eða hliðstæðri starfsemi sem nýst getur við undirbúning að stofnun hins nýja skóla. Stjórnunarreynsla er æskileg.

Um er að ræða fullt starf sem ráðið verður í til ársloka 2008. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í febrúar næstkomandi. Starfið getur krafist óreglulegs vinnutíma, ferðalaga og dvalar á starfssvæði skólans vegna samstarfs við heimamenn. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 18. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Ólafsson í skóladeild ráðuneytisins í síma 545 9500.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta