Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands

Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008 að telja.

Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008 að telja. Örlygur hefur starfað við skólann frá árinu 1981, bæði sem kennari og aðstoðarskólameistari. Sex umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands til umsagnar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra með því að Örlygi Karlssyni yrði veitt embættið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta