Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Trúarbragðadagatal 2008

Í tilefni Evrópuársins 2007, árs jafnra tækifæra, hefur verið gefið út trúarbragðadagatal fyrir árið 2008. Með ári jafnra tækifæra vilja Evrópuríkin undirstrika að hver einstaklingur á rétt á jöfnum tækifærum í samfélaginu óháð kyni, aldri, kynhneigð, fötlun, uppruna eða trú. Unnið hefur verið að 20 mismunandi verkefnum hér á landi í tilefni ársins. Tilgangur verkefnanna er að vekja athygli á rétti hvers einstaklings til jafnra tækifæra í lífinu og að það sé hagur samfélagsins í heild að virðing sé borin fyrir fjölbreytileikanum.

Með dagatalinu er ætlunin að vekja áhuga og athygli á þeim fjölda trúarbragða og hátíða sem iðkaður er um allan heim. Í dagatalinu er getið 150 hátíðisdaga og fjölmargra trúarbragða. Við gerð dagatalsins var einnig haft í huga að mismunandi hefðir og stefnur geta ríkt innan hverrar trúar. Til dæmis má nefna að innan kristni er ekki aðeins fjallað um hina lúthersku kirkju heldur einnig um hátíðir sem haldnar eru hjá mormónum og rétttrúnaðarkirkjunni.

Dagatalinu er dreift endurgjaldslaust til allra bekkjadeilda landsins, leikskóla, öldrunarheimila og á fjölmenningarlega vinnustaði. Markmiðið er að dagatalið veki athygli meðal allra aldurshópa og verði valinn góður staður á kennslustofum og kaffistofum.

Nóvember

1. Allraheilagramessa (kristni)
2. Allrasálnamessa (kristni)
2. Krýning Haile Selassie I (rastafari)
2. Dagur hinna dauðu (kristni)
12. Fæðingarhátíð Bahá’u’lláh (bahá’í)
15. Shichigosan (shinto)
21. Maríu offurgerð (kristni)
23. Niinamesei (shinto)
26. Dagur sáttmálans (gyðingdómur)
28. Uppstigning Abdu’l-Bahá (íslam)
30. Fyrsti sunnudagur í aðventu (kristni)

Desember

1. Fullveldisdagurinn
6. Eid al-Adha (íslam)
6. Nikulásarmessa (kristni)
8. Hinn óflekkaði getnaður (kristni)
8. Bodhi-dagur (búddasiður)
13. Lúsíumessa (kristni)
21. Vetrarsólstöður á norðurhveli
21. Jólin (ásatrú)
22. Hanukkah (gyðingdómur)
23. Þorláksmessa (kristni)
24. Aðfangadagur jóla (kristni)
25. Jóladagur (kristni)
26. Annar í jólum (kristni)
26. Dagur Stefáns frumvotts (kristni)
26. Zartusht no-diso (zaraþústratrú)
27. Dagur Jóhannesar guðspjallamanns (kristni)
31. Gamlársdagur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta