Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2007
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri 53,5 ma.kr. innan ársins, sem er 1,5 ma.kr. betri útkoma en á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 8,1 ma.kr., sem er 58 ma.kr. lakari útkoma en í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu í Seðlabanka Íslands með 44 ma.kr. eiginfjárframlagi. Tekjur, án eignasölu, reyndust tæpum 44 ma.kr. meiri en á sama tíma á síðasta ári.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – nóvember 2007
Í milljónum króna |
|||||
|
2003 |
2004 |
2005 |
2006 |
2007 |
Innheimtar tekjur |
229.442 |
247.748 |
360.791 |
338.507 |
388.491 |
Greidd gjöld |
240.313 |
256.960 |
279.860 |
284.909 |
326.925 |
Tekjujöfnuður |
-10.871 |
-9.213 |
80.931 |
53.598 |
61.566 |
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. |
-11.313 |
- |
-58.088 |
-384 |
-6.170 |
Breyting rekstrartengdra eigna og skulda |
-503 |
1.036 |
-1.382 |
-1.182 |
-1.867 |
Handbært fé frá rekstri |
-22.687 |
-8.177 |
21.461 |
52.031 |
53.529 |
Fjármunahreyfingar |
21.056 |
17.734 |
48.960 |
-2.138 |
-61.645 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
-1.631 |
9.557 |
70.420 |
49.893 |
-8.116 |
Afborganir lána |
-30.666 |
-32.321 |
-61.597 |
-44.583 |
-33.828 |
Innanlands |
-18.216 |
-7.138 |
-14.089 |
-21.710 |
-22.496 |
Erlendis |
-12.450 |
-25.183 |
-47.508 |
-22.873 |
-11.332 |
Greiðslur til LSR og LH |
-6.875 |
-6.875 |
-5.132 |
-3.650 |
-3.650 |
Lánsfjárjöfnuður, brúttó |
-39.172 |
-29.639 |
3.691 |
1.661 |
-45.594 |
Lántökur |
39.087 |
27.567 |
7.734 |
21.587 |
58.392 |
Innanlands |
33.367 |
11.440 |
7.734 |
21.345 |
58.207 |
Erlendis |
5.720 |
16.127 |
- |
242 |
185 |
Breyting á handbæru fé |
-86 |
-2.072 |
11.425 |
23.248 |
12.798 |
Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 388,5 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er tæplega 50 ma.kr aukning frá sama tíma í fyrra, eða 13% sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila í ársbyrjun 2006 nemur aukningin 16%, en tölurnar hér á eftir taka mið af henni. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 13,0% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5% og var því raunaukning skatttekna og tryggingargjalda 7,7%. Aukning annarra rekstrartekna um 33% milli ára skýrist að mestu af vaxtatekjum af skammtíma- og langtímalánum, en þær jukust um 5,4 ma.kr. á milli ára.
Skattar á tekjur og hagnað námu 123,7 ma.kr. og jukust um tæpa 20 ma.kr. frá síðasta ári, eða 19,0%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 8,7%, tekjuskattur lögaðila um 28,4% og fjármagnstekjuskattur um 54,6%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 5,4% milli ára á meðan launavísitalan hækkaði um 9,0%. Innheimta eignarskatta nam 10,5 ma.kr. og jókst um 27,5% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 8,6 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur aukist um rúma tvo ma.kr. frá fyrra ári.
Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 175 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins og jókst um 9,1% að nafnvirði frá fyrra ári eða 3,9% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 11,1% sem jafngildir 5,8% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Sé litið á síðustu mánuði, eða tímabilið frá því að lækkunar virðisaukaskatts þann 1. mars sl. tók að gæta til fulls í innheimtutölum, kemur fram hverfandi raunbreyting milli ára.
Greidd gjöld nema 326,9 ma.kr. og hækka um 42 ma.kr. frá fyrra ári eða um tæp 13%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 11,8 ma.kr. eða tæp 18%. Þar munar mest að lífeyristryggingar hækka um 6,4 ma.kr. á milli ára, barnabætur um 2,6 ma.kr. og fæðingarorlofsgreiðslur um 2,1 ma.kr. Almenn opinber þjónusta hækkar um 6,9 ma.kr. eða um 20%. Þar hækka vaxtagjöld mest af einstökum liðum eða um rúma 3 ma.kr. Þar munar mestu að á þessu ári kom til greiðslu fyrsti gjalddagi nýrra ríkisbréfa og voru vextir vegna þessa 1,4 ma.kr. Aukning útgjalda til heilbrigðismála á milli ára er 8,2 ma.kr., til efnahags- og atvinnumála 6,9 ma.kr. og til menntamála 3,8 ma.kr. Þess ber að geta að samanburður gjalda við fyrri ár, eftir málaflokkum, getur verið varasamur vegna breittrar aðferðafræði við útreikninga.
Lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins nam 45,6 ma.kr. í heild, en hrein lánsfjárþörf var 8,1 ma.kr. Afborganir lána fyrstu ellefu mánuðina eru 33,8 ma.kr., þar af hefur 11,3 mö.kr. verið varið til uppgreiðslu erlendra lána. Heildar lántökur tímabilsins nema 58,4 mö.kr. og er allt tekið að láni innanlands. Mestur hluti lántökunnar er annas vegar vegna skuldabréfaútgáfu í tengslum við kaup ríkisins á 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og hins vegar útgáfu á ríkisbréfum og ríkisvíxlum.
Tekjur ríkissjóðs janúar – nóvember 2007
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
||||
|
2005 |
2006 |
2007 |
|
2005 |
2006 |
2007 |
Skatttekjur og tryggingagjöld |
279.390 |
315.415 |
352.845 |
|
21,3 |
12,9 |
11,9 |
Skattar á tekjur og hagnað |
89.310 |
107.233 |
123.700 |
|
24,8 |
20,1 |
15,4 |
Tekjuskattur einstaklinga |
61.599 |
69.602 |
75.645 |
|
10,6 |
13,0 |
8,7 |
Tekjuskattur lögaðila |
11.978 |
22.730 |
25.016 |
|
53,0 |
89,8 |
10,1 |
Skattur á fjármagnstekjur |
15.733 |
14.900 |
23.039 |
|
95,7 |
-5,3 |
54,6 |
Eignarskattar |
14.381 |
8.256 |
10.525 |
|
31,6 |
-42,6 |
27,5 |
Skattar á vöru og þjónustu |
142.024 |
160.341 |
174.937 |
|
19,6 |
12,9 |
9,1 |
Virðisaukaskattur |
96.785 |
111.166 |
123.541 |
|
21,1 |
14,9 |
11,1 |
Vörugjöld af ökutækjum |
9.378 |
9.523 |
9.833 |
|
67,9 |
1,5 |
3,3 |
Vörugjöld af bensíni |
8.261 |
8.486 |
8.576 |
|
5,1 |
2,7 |
1,1 |
Skattar á olíu |
3.993 |
6.070 |
6.723 |
|
-29,7 |
52,0 |
10,8 |
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
9.782 |
10.245 |
10.745 |
|
6,6 |
4,7 |
4,9 |
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
13.825 |
14.852 |
15.519 |
|
31,7 |
7,4 |
4,5 |
Tollar og aðflutningsgjöld |
3.074 |
4.131 |
5.230 |
|
11,2 |
34,4 |
26,6 |
Aðrir skattar |
1.490 |
1.643 |
2.805 |
|
10,2 |
10,3 |
70,8 |
Tryggingagjöld |
29.112 |
33.811 |
35.649 |
|
16,4 |
16,1 |
5,4 |
Fjárframlög |
357 |
1.347 |
1.010 |
|
-12,9 |
277,1 |
-25,0 |
Aðrar tekjur |
22.957 |
20.793 |
27.679 |
|
38,3 |
-9,4 |
33,1 |
Sala eigna |
58.086 |
952 |
6.957 |
|
- |
- |
- |
Tekjur alls |
360.790 |
338.507 |
388.491 |
|
45,6 |
-6,2 |
14,8 |
Gjöld ríkissjóðs janúar – nóvember 2007
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
|||
|
2005 |
2006 |
2007 |
|
2006 |
2007 |
Almenn opinber þjónusta |
40.036 |
34.235 |
41.157 |
|
-14,5 |
20,2 |
Þar af vaxtagreiðslur |
17.203 |
9.018 |
11.541 |
|
-47,6 |
28,0 |
Varnarmál |
228 |
549 |
861 |
|
141,2 |
56,9 |
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
10.451 |
12.478 |
14.299 |
|
19,4 |
14,6 |
Efnahags- og atvinnumál |
23.490 |
39.568 |
46.450 |
|
68,4 |
17,4 |
Umhverfisvernd |
2.735 |
3.038 |
3.510 |
|
11,1 |
15,5 |
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
376 |
364 |
397 |
|
-3,2 |
9,0 |
Heilbrigðismál |
75.295 |
76.800 |
85.016 |
|
2,0 |
10,7 |
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
11.212 |
12.574 |
14.141 |
|
12,1 |
12,5 |
Menntamál |
27.402 |
31.267 |
35.098 |
|
14,1 |
12,3 |
Almannatryggingar og velferðarmál |
60.357 |
66.351 |
78.188 |
|
9,9 |
17,8 |
Óregluleg útgjöld |
11.635 |
7.686 |
7.809 |
|
-33,9 |
1,6 |
Gjöld alls |
263.216 |
284.909 |
326.925 |
|
8,2 |
14,7 |