Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Yfirstjórn ráðuneytisins heimsækir stofnanir

Yfirstjórn umhverfisráðuneytisins ásamt fulltrúum Skógræktar Íslands á Egilsstöðum
Á Egilsstöðum

Yfirstjórn umhverfisráðuneytisins heimsækir þessa dagana starfsfólk þeirra stofnana sem færðust til ráðuneytisins um áramót. Þar er um að ræða Skógrækt ríkisins, Landgræðsu ríkisins og Vatnamælingar Orkustofnunar.

Í liðinni viku var starfsfólk Landgræðslunnar heimsótt að Gunnarsholti og starfsfólk Skógræktarinnar á Egilsstöðum. Við þessi tækifæri var farið sameiginlega yfir þau verkefni sem unnið er að á vegum stofnananna um þessar mundir og framtíðarsýn.

Yfirstjórn ráðuneytisins mun í þessari viku heimsækja starfsfólk Vatnamælinga Orkustofnunar í Orkugarði í Reykjavík. Nefnd sem undirbýr samruna Vatnamælinga og Veðurstofu Íslands mun hefja störf í þessari viku undir formennsku Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu.

Yfirstjórn umhverfisráðuneytisins ásamt fulltrúum Skógræktar Íslands á Egilsstöðum

F.v: Hugi Ólafsson, Gunnlaugur Guðjónsson, Þröstur Eysteinsson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Hallgrímur Indriðason, Þór Þorfinnsson, Sigríður Auður Arnardóttir, Guðný Lára Ingadóttir, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Jón Loftsson skógræktarstjóri og Aðalsteinn Sigurgeirsson.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta