Yfirstjórn ráðuneytisins heimsækir stofnanir
Yfirstjórn umhverfisráðuneytisins heimsækir þessa dagana starfsfólk þeirra stofnana sem færðust til ráðuneytisins um áramót. Þar er um að ræða Skógrækt ríkisins, Landgræðsu ríkisins og Vatnamælingar Orkustofnunar.
Í liðinni viku var starfsfólk Landgræðslunnar heimsótt að Gunnarsholti og starfsfólk Skógræktarinnar á Egilsstöðum. Við þessi tækifæri var farið sameiginlega yfir þau verkefni sem unnið er að á vegum stofnananna um þessar mundir og framtíðarsýn.
Yfirstjórn ráðuneytisins mun í þessari viku heimsækja starfsfólk Vatnamælinga Orkustofnunar í Orkugarði í Reykjavík. Nefnd sem undirbýr samruna Vatnamælinga og Veðurstofu Íslands mun hefja störf í þessari viku undir formennsku Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu.
F.v: Hugi Ólafsson, Gunnlaugur Guðjónsson, Þröstur Eysteinsson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Hallgrímur Indriðason, Þór Þorfinnsson, Sigríður Auður Arnardóttir, Guðný Lára Ingadóttir, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Jón Loftsson skógræktarstjóri og Aðalsteinn Sigurgeirsson.