Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur

Í dag verður haldið fimmta málþing háskólafundaraðarinnar Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur sem skipulagt er af utanríkisráðuneytinu í samstarfi við alla háskóla landsins. Að þessu sinni býður Landbúnaðarháskóli Íslands heim og ber málþingið yfirskriftina " Átakalínur í framtíðinni – geta Íslendingar komið að liði í baráttunni gegn matvælaskorti, þurrkum og loftlagsbreytingum?" Málþingið verður haldið í Ársal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og stendur frá kl.13.00 – 15.00. Málþinginu verður netvarpað beint á heimasíðunni www.utanrikisraduneyti.is/haskolafundarod

Sérstaða og styrkur Íslands á sviði ábyrgrar nýtingar náttúruauðlinda er mikilvægur þáttur í því að skapa íslenskri utanríkisþjónustu nafn á alþjóðavettvangu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun ávarpa málþingið en fyrirlesarar eru Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Ruth Haug, prófessor við Norska umhverfis- og lífvísindaháskólann, UMB, Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskólann og Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.

Markmið háskólafundaraðarinnar er að hvetja til aukinnar upplýstrar umræðu um alþjóðamál á Íslandi. Á fundunum er lögð áhersla á stöðu og hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi. Viðfangsefni hvers fundar tengjast áhugasviði eða sérsviði háskólanna. Tillögur að fundar- og umræðuefnum koma frá þeim, og fræðimenn hvers háskóla taka þar virkan þátt. Það er ekki síst markmið fundaraðarinnar að styrkja tengsl milli utanríkisráðuneytisins og háskólasamfélagsins, í þágu öflugs stefnumótunarstarfs á sviði alþjóða- og utanríkismála í framtíðinni.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: www.iceland.org/securitycouncil/islenska

Dagskrá málþingsins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta