Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2008 Dómsmálaráðuneytið

Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra um frumvarp til varnarmálalaga á Alþingi

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í dag ræðu á Alþingi við fyrstu umræðu um frumvarp til varnarmálalaga. Ráðherra sagði vissulega tímabært að á Alþingi væri fjallað um hvernig Íslendingar ættu að koma að eigin landvörnum, en frumvarpið væri um verkefni sem vörðuðu varnarviðbúnað ríkisins og ytra öryggi þess. Með því væri settur skýr lagarammi um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála og aðskilnað varnartengdra verkefna frá öðrum borgaralegum verkefnum stjórnvalda á sviði öryggismála og væri því ekki ætlað að breyta neinu að því er varðaði störf lögreglu eða landhelgisgæslu. 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta