Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Guðmundur Árni Stefánsson afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Íslands í Kúveit
Guðmundur Árni Stefánsson afhendir emírnum af Kúveit, Sheikh Sabah Al-Ahmed Al-Jaber Al-Sabah trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kúveit

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, afhenti þann 16. janúar 2008, emírnum af Kúveit, Sheikh Sabah Al-Ahmed Al-Jaber Al-Sabah, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kúveit með aðsetur í Stokkhólmi.

Að athöfninni lokinni ræddu emír og sendiherra um tvíhliða samskipti ríkjanna og kvaðst emírinn vona að samstarf þjóðanna yrði eflt á sem flestum sviðum.

Sendiherra hitti einnig utanríkisráðherra Kúveit og aðstoðarutanríkisráðherra, sem og þá Íslendinga sem búa og starfa í Kúveit.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta