Auglýsing tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu
Tollkvótar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Með vísan til samnings milli Íslands og Evrópubandalagsins um viðskipti með landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og til reglugerðar dags. 21. janúar 2008, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á landbúnaðarvörum, upprunnum í ríkjum Evrópubandalagsins og með upprunavottorð þaðan:
Vöruliður: | Vara | Tímabil | Vörumagn | Verðtollur | Magntollur |
kg | % | kr./kg | |||
0202 | Kjöt af dýrum af nautgripakyni, fryst | 01.02.08 - 31.12.08 | 100.000 | 0 | 0 |
0203 | Svínakjöt, fryst | 01.02.08 - 31.12.08 | 200.000 | 0 | 0 |
0207 | Kjöt af alifuglum, fryst | 01.02.08 - 31.12.08 | 200.000 | 0 | 0 |
ex 0210 |
Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig finmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum (**) |
01.02.08 - 31.12.08 |
50.000 |
0 |
0 |
ex 0406 | Ostur og ystingur (**) | 01.02.08 - 31.12.08 | 20.000 | 0 | 0 |
0406 | Ostur og ystingur | 01.02.08 - 31.12.08 | 80.000 | 0 | 0 |
1601 |
Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum |
01.02.08 - 31.12.08 |
50.000 |
0 |
0 |
1602 |
Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum | 01.02.08 - 31.12.08 |
50.000 |
0 |
0 |
(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 510/2006 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla
Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Tilboð skulu ráða úthlutun. Úthlutun er ekki framseljanleg. Til þess að tilboð teljist gilt skal því fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags þar sem fram kemur að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt.
Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum nr. 509/2004.
Skriflegar umsóknir skulu berast til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, 6. hæð,
fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 29. janúar n.k.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. janúar 2008.