Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Liechtenstein

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Fundurinn er liður í heimsókn ráðherra til Liechtenstein en ríkin hafa lengi átt náið og gott samsarf bæði tvíhliða og sem aðilar að EFTA og EES-samningnum. Á fundunum var m.a. rætt um EES-mál, umfjöllun í ríkjunum um evrópumál, samskipti EFTA við önnur ríki en ESB og tvíhliða samskipti Íslands og Liechtenstein á sviði menningarmála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta