Afhending trúnaðarbréfs
Þann 17. þ.m. afhenti Svavar Gestsson, sendiherra, Dr. Danilo Türk, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Slóveníu með aðsetur í Kaupmannahöfn.
Dr. Danilo Türk, sem kjörinn var forseti Slóveníu á síðsta ári, var áður fastafulltrúi lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og í framhaldi af því aðstoðarframkvæmdastjóri hjá S.þ. Forsetinn og sendiherrann ræddu m.a. um öryggisráð S.þ. og samskipti landanna.
Í tengslum við afhendinguna ræddu fulltrúar Skipti hf. við símafyrirtæki Slóveníu um hugsanleg kaup á hluta í fyrirtækinu. Einnig reyndist mikill áhugi í Slóveníu á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðhitarannsókna.