Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árangursríkur ríkisrekstur: aðgerðaáætlun 2008-2010

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 24. janúar 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í upphafi árs 2007 kynnti fjármálaráðuneytið nýja stefnu í umbóta- og hagræðingarmálum sem kallast Árangursríkur ríkisrekstur.

Kjörorð stefnunnar eru skilvirk þjónusta á einfaldan og hagkvæman hátt og er henni ætlað að leysa af hólmi stefnu um nýskipan í ríkisrekstri sem unnið hafði verið eftir með góðum árangri.

Árangursríkur ríkisrekstur byggist á sömu grunnhugmyndum, þ.e. að skipulag og starfsemi ríkisins sé á þann veg að það geti sinnt skyldum sínum við landsmenn á eins hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt og kostur er og að opinber þjónusta sé svo skilvirk að hún gefi íslenskum fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri samkeppni.

Í stefnunni eru sett fimm meginmarkmið umbóta í ríkisrekstri sem lúta að skipulagi ríkisrekstrar, stjórnháttum hjá ríkinu, fjármálastjórn, starfsmannastjórn og samskiptum ríkis og einkamarkaðar. Þá eru þar tilgreind undirmarkmið og áhersluatriði við hvert meginmarkmið.

Á grunni stefnunnar hefur fjármálaráðuneytið nú útbúið aðgerðaáætlun fyrir tímabilið 2008-2010. Um er að ræða 56 aðgerðir sem ráðuneytið mun vinna að á tímabilinu, eitt eða í samráði við aðra. Aðgerðirnar miða allar að því að bæta rekstur og skerpa á áherslum og stefnumiðum ríkisins í umbótar- og hagræðingarmálum, ásamt því að nýjar áherslur verða kynntar til sögunnar. Stefnuna og aðgerðaáætlunina er að finna á vef fjármálaráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta