Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stjórnun og starfsmannamál hjá ríkisstofnunum

Annar hluti niðurstaðna könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana 2007 og möguleg viðbrögð í ljósi þeirra.

Morgunverðarfundur fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofnana verður haldinn á Grand hótel 6. febrúar 2008 kl. 8.00-10.00.

Skráning: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/stjornunogstarfsmannamal

Þátttökugjald er kr. 1.800.- staðgreitt og er morgunverður innifalinn.

Þann 6. febrúar næstkomandi kemur út og verður kynntur annar hluti skýrslu um niðurstöður könnunar meðal forstöðumanna ríkisins, sem fram fór vorið 2007 um starfsumhverfi þeirra.

Á fundinum fjallar stjórnandi rannsóknarinnar Ómar H. Kristmundsson, dósent við H.Í. um starfsmannastefnu ríkisstofnana, hvernig staðið er að ráðningum og starfsþróun hjá íslenskum ríkisstofnunum og mat forstöðumanna á þeim aðferðum sem innleiddar hafa verið á undanförnum árum á sviði mannauðsstjórnunar.

Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, reifar með hvaða hætti megi nýta niðurstöðurnar í komandi kjarasamningum. Hvar eigi mörkin að liggja milli stjórnunarréttar forstöðumanna og kjarasamninga.  

Guðmundur H. Guðmundsson, sérfræðingur starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, mun ræða aðgerðir af hálfu ríkisins sem miða að því að leggja aukna áherslu á notkun aðferða mannauðsstjórnunar. Farið verður yfir meginniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins geti stutt stofnanir ríkisins í að nýta aðferðir mannauðsstjórnunar í daglegum rekstri þeirra.

Að loknum þeirra fyrirlestrum gefst tími til fyrirspurna og umræðna.

Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða.

Skýrslan sem kemur út þann 6. febrúar næstkomandi er hluti af könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna, en fyrstu niðurstöður viðhorfskönnunar meðal 16 þúsund ríkisstarfsmanna voru birtar í apríl 2007. Með könnunni í heild og úrvinnslu hennar gefst einstakt tækifæri til leggja grunn að frekari þróun og umbótum í íslenskri stjórnsýslu.

Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og ParX viðskiptaráðgjafar IBM, en Félag forstöðumanna ríkisstofnana hefur veitt mikla aðstoð við undirbúning og framkvæmd hennar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta