Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávarp á málþingi Kvenréttindafélags Íslands

Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 101 árs afmæli sínu sunnudaginn 27. janúar sl. Í tilefni af tímamótunum stóð félagið fyrir málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Jafnréttislög - til hvers?

Aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp ráðherra í forföllum hennar, en ráðherra sækir þessa dagana fundi með evrópskum ráðherrum jafnréttis- og vinnumála.

Í ávarpinu segir meðal annars:

„Rannsóknir benda til þess að því meira jafnrétti því betur standa þjóðfélögin að vígi í harðri samkeppni. Því meira jafnrétti innan fyrirtækja og stofnana því betur eru þau rekin og því meiri hagnaði skila þau. Ný finnsk rannsókn hefur leitt í ljós að fyrirtæki sem stjórnað er af konum skila 10% meiri hagnaði en fyrirtæki sem stjórnað er af körlum. Ætla íslenskir stjórnendur að vakna af Þyrnirósarsvefni og ganga inn í nútímann eða verður nauðsynlegt að setja á þá lög eins og í Noregi?“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp á málþingi Kvenréttindafélags Íslands 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta