Niðurstaða úthlutunar tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi
Tilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
Þriðjudaginn 24. janúar sl. rann út umsóknarfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi fyrir tímabilið janúar – desember 2008, samtals 13.000 kg., skv. reglugerð nr. 1213/2007.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ráðuneytið úthlutað tollkvóta til Mjólkursamsölunnar ehf á grundvelli umsóknar þess, þar sem aðeins ein umsókn barst um tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi, samtals 2.000 kg.
Reykjavík, 29. janúar 2008
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið