Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Siglingar olíuskipa á Íslandsmiðum

Olíuskip
Siglingar olíuskipa á Íslandsmiðum

Á sjötta Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða verður fjallað um aukna umferð skipa með ströndum Íslands, vandamál sem kunna að fylgja og viðbrögð við þeim. Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins, fimmtudaginn 31. janúar og hefst klukkan 12:00.  

Kristján Geirsson, fagstjóri á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar og Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslu Íslands, flytja erindi. Að þeim loknum verður opnað fyrir umræður.

Stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun eru opnir fundir um ýmis umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta