Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Samkomulag um samstarf utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar HÍ

Undirritun samkomulags um samstarf urn og HÍ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, undirrita samkomulagið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í dag samkomulag um samstarf ráðuneytisins og Alþjóðamála-stofnunar HÍ á sviði fræðslu og rannsóknarstarfa í alþjóðamálum.

Ætlunin með samningnum, sem er til eins árs, er að efla samstarf og samvinnu ráðuneytisins og Alþjóðamála-stofnunarinnar, efla umræðu og þekkingarmyndun á sviði alþjóðamála á Íslandi og auka rannsóknavinnu á þeim vettvangi. Vonast er til að þessi samningur muni nýta enn betur þá þekkingu sem er til staðar í utanríkisráðuneytinu og í Háskóla Íslands og að hann opni nýjar leiðir í rannsóknarvinnu. Leggur utanríkisráðuneytið 3 milljónir kr. til stofnunarinnar árið 2008 auk launa 2 starfsnema 3 mánuði í senn.

Samningurinn felur í sér að Alþjóðamálastofnun HÍ komi ráðuneytinu til aðstoðar með skipulagningu ráðstefna og málþinga um alþjóðamál og að starfsfólk, kennarar og fræðimenn á vegum stofnunarinnar komi að námskeiðum og fyrirlestrum fyrir starfsfólk ráðuneytisins og öfugt.

Utanríkisráðuneytið mun aðstoða við rannsóknir stofnunarinnar og býður nemendum í meistaranámi í alþjóðasamskiptum við HÍ námsaðstöðu og aðgang að starfsfólki vegna rannsóknarverkefna. Auk þess mun ráðuneytið meta þörf fyrir starfsnema og felur Alþjóðamálastofnun að auglýsa lausar stöður og annast úrvinnslu umsókna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta