Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2008 Forsætisráðuneytið

Skýrsla starfshóps um málefni Keflavíkurflugvallar

Starfshópur fimm ráðuneyta um málefni Keflavíkurflugvallar hefur skilað af sér skýrslu til forsætisráðherra. Hafði starfshópnum verið falið að undirbúa löggjöf um Keflavíkurflugvöll með hliðsjón af tillögum nefndar, sem starfaði á grundvelli l. nr. 176/2006 um yfirfærslu flugvallarins til samgönguráðuneytisins, og tillögum Pricewaterhouse Coopers um atvinnuuppbyggingu í nágrenni flugvallarins. Síðarnefndu tillögurnar voru unnar meðal annars að frumkvæði sveitarfélaga á Suðurnesjum. Frumvarp samgönguráðherra byggt á tillögum starfshópsins var samþykkt í ríkisstjórn í morgun og verður nú sent til meðferðar þingflokka ríkisstjórnarinnar. Í starfshópnum eiga sæti Páll Þórhallsson, lögfræðingur forsætisráðuneyti, Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur utanríkisráðuneyti, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjármálaráðuneyti, Karl Alvarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneyti, og Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingastofu, fulltrúi iðnaðarráðuneytis.

Í samræmi við tillögur starfshópsins, sbr. einnig skýrslu forsætisráðherra til Alþingis um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. frá 6. desember 2007, ákvað ríkisstjórnin í morgun að hafnar verði viðræður við sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum um heppilega umgjörð til lengri tíma litið fyrir atvinnuþróun í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Stefnt er að því að ljúka viðræðunum eigi síðar en 1. júní næstkomandi að höfðu samráði við helstu hagsmunaaðila á svæðinu. Var ákveðið að fela ofangreindum starfshópi, undir forystu forsætisráðuneytisins, að leiða þessar viðræður af hálfu ríkisins.

Skýrsla starfshóps um málefni Keflavíkurflugvallar

Tillögur Pricewaterhouse Coopers

Reykjavík 8. febrúar 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta