Framboð vinnuafls 2008
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 7. febrúar 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Fjármálaráðuneytið hefur að venju áætlað framboð vinnuafls í ár eftir landshlutum og mánuðum.
Þessi áætlun er meðal annars notuð við útreikning á hlutfalli skráðs atvinnuleysis sem Vinnumálastofnun birtir mánaðarlega yfir árið. Áætlunin er gerð í svokölluðum ársverkum, sem eru mælikvarði á magn framboðsins.
Gert er ráð fyrir því að að meðaltali verði framboð vinnuafls í ár 162.600 ársverk sem er nær óbreytt frá endanlegu mati ráðuneytisins fyrir árið 2007. Nokkur tilflutningur verður þó á framboðinu milli landshluta eins og kemur fram í töflunni hér fyrir neðan.
Mest aukning á framboðnu vinnuafli er á Suðurnesjum en fólksfjölgun hefur verið mest þar en hins vegar dregur mest úr framboðinu á Austurlandi þar sem framkvæmdum er að mestu lokið. Hinn mikli aðflutningur vinnuafls sem átt hefur sér stað að undanförnu hefur gert nokkuð erfitt um vik að fylgja eftir breytingum á framboði vinnuafls. Eins og hingað til mun verða reynt að gera breytingar á áætluninni yfir árið eftir því sem nýjar upplýsingar gefa tilefni til.
Framboð vinnuafls eftir landshlutum 2008
Hlutfallsleg breyting frá fyrra ári
Landshluti
|
%
|
---|---|
Allt landið |
0,0
|
Höfuðborgarsvæði |
0,2
|
Landsbyggð |
-0,2
|
Suðurnes |
1,9
|
Vesturland |
0,3
|
Vestfirðir |
-1,6
|
Norðurland vestra |
-1,2
|
Norðurland eystra |
-0,4
|
Austurland |
-2,9
|
Suðurland |
0,1
|