Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Réttur til menningar - íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar

Réttur til menningar – íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar er yfirskrift málþings sem haldið verður í Listaháskóla Íslands á fimmtudag. Málþingið, sem hefst kl. 10:00, er hluti málfundaraðar sem utanríkisráðuneytið efnir til í samvinnu við alla háskóla landsins til að hvetja til aukinna umræðu um alþjóðamál á Íslandi.

Fyrirlesarar ræða út frá sjónarhornum fræða og lista um íslenskan menningararf með áherslu á réttinn til afnota. Álitamál verða rædd s.s. höfundaréttur á menningararfi, réttindi og skyldur þegna til menningararfsins, áhrif hnattvæðingar og tengsl átaka og menningar í því sambandi. Segja má að átakalínur í heiminum í dag markist að miklu leyti af menningu og sjálfsmynd, ekki síst fyrir tilstilli hnattvæðingar og aukinna náinna samskipta milli fólks af ólíkum uppruna. Listir og menning eru einn sá brunnur sem leitað er í við sköpun sjálfsmyndar, en réttur eintaklinga til að gera tilkall til menningararfs er ekki alltaf augljós.

Ræðumenn á málþinginu verða Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri STEFs, Ólafur Rastrick sagnfræðingur, Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrv. stjórnarmaður UNESCOs í París og Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Í tengslum við málþingið sýna nemendur í vöruhönnun við Listaháskólann afrakstur úr námskeiðinu "Íslensk menning er sérstakur hljómur", sem haldið hefur verið undanfarin ár í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Verður sýningin í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar skólans.

Dagskrá málþingsins



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta