Ráðherra heimsækir sjávarútvegsfyrirtæki í Þýskalandi
Ráðherra heimsækir sjávarútvegsfyrirtæki í Þýskalandi
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti sjávarútvegsfyrirtæki í Bremerhaven og Cuxhaven á mánudag. Meðal annars var komið við á fiskmarkaðnum í Bremerhaven og hjá Deutsche See. Í Cuxhaven kynnti ráðherra og föruneyti sér starfsemi Deutsche Fischfang Union, Deutsche Salzfisch Union og Icefresh.
Heimsóknin var skipulögð í tengslum við ráðstefnu um íslenskan og þýskan sjávarútveg sem Þýsk – íslenska viðskiptaráðið, Sendiráð Íslands í Þýskalandi, Glitnir og Sjávarútvegssýningin í Bremen stóðu fyrir þriðjudaginn 12. febrúar. Ráðherra var heiðursgestur ráðstefnunnar og flutti þar ræðu. Í kjölfarið skoðuðu Einar Kristinn og Ólafur Davíðsson sendiherra Íslands í Þýskalandi það sem í boði var á sýningunni.
Myndir frá Bremerhaven
Myndir frá Cuxhaven
Myndir frá ráðstefnu og sjávarútvegssýningu í Bremen´
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 13. febrúar 2008